Bayern meistarar loksins!

Jæja þá er titll nr.2 kominn í hús. Þetta er ekki alveg jafn gaman þegar gleðin er breidd yfir margar vikur, þegar maður nokkurn veginn veit að liðið eigi eftir að vinna. Maður er búinn að fagna yfir marga daga og svo þegar það kemur að því þá verður maður ekki jafn brjálaður og maður hefur oft verið.

Æðislegt hjá Bayern. Heima þrennan kominn í hús og góður endir hjá Kahn og Hitzfield. Trúir því varla að Kahn sé að hætta. Bless og takk fyrir allt Oliver. Lang bestur!!


Dýrlingarnir gerðu það aftur!

Til hamingju Stoke fyrir að komast í úrvalsdeildina. En það er ekki stóra fréttin.

Southampton björguðu sér frá falli! Við gerðum þetta ekki létt fyrir okkur. Vorum í 3. síðasta sæti fyrir lokaumferðina jafnir á stigum við Leicester. Við þurftum helst að vinna Sheff Utd, jafntefli gæti dugað ef að Stoke sigraði Leicester. Svo var ekki svo það var ljóst að við þurftum að vinna Sheff Utd sem voru að berjast um sæti í umspilinu.

The Blades komust yfir um miðjan fyrri hálfleik og þetta leit ekki vel út. En Saganowski skoraði snemma fyrir hlé til að gefa okkur von. Hann hafði ekki skorað síðan í Sept. Þetta var ekki nógu gott hjá pólverjanum sem hafði komið til okkar í janúar 2007 og skorað tonn af mörkum til að koma okkur í umspilið í fyrra.

Seinni hálfleikur var æsispennandi þar sem við komumst tvisvar yfir með mörkum frá Stern John, 18 og 19 mörkin hans í ár. Hann var svo rekinn út af þegar tíu mínútur voru eftir en Richard Wright og co. stóðu sína pligt í vörninni og héldu Leicester í fallsætinu.

Æðislegt hjá mínum mönnum. Núna er það bara að hafa áhyggjur af þessum EGM sem er að koma. Rupert Lowe að reyna að taka völdin aftur.

Reynum núna að halda okkar bestu mönnum og bæta við okkur og tökum deildina á næsta ári. Southampton í Úrvalsdeildina 2009!

Hérna er liðið sem spilaði í dag:

 Richard Wright

 Chris Perry

 Darren Powell

 Jermaine Wright

 Inigo Idiakez

 Jason Euell

 Jhon Viafara

 Andrew Surman

 Youssef Safri

  Marek Saganowski

 Stern John

Mario Licka

 Adam Lallana


mbl.is WBA og Stoke City í úrvalsdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðslega leiðinlegur leikur!!

Ok ég skal viðurkenna að ég náði ekki að sjá leikinn en ég las highlights á eurosport.com á meðan ég var að fylgjast með Southampton, og ég tók eftir því að ekkert var að gerast. Einu highlights í leiknum var byrjuninn, gult spjald, hálfleikur, mark, skiptingar. Þetta var það þeir á eurosport álitu að vera einu highlights í leiknum. Vel gert samt hjá Walcott og Bendtner með markið.

En Lehmann er þá að fara. Var frekar augljóst þegar honum var skipt inná í síðasta heimaleiknum. Hann er búinn að vera fínn en ég er sammála Wenger að þetta er rétti tíminn að leyfa honum að fara. Hann var eins og margir muna í markinu þegar við fórum illa með öll lið og vorum taplausir í 49 leiki. Vil þakka honum fyrir góða þjónustu. 


mbl.is Arsenal lagði Everton, 1:0, og á enn möguleika á öðru sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RANGERS!!!

VIÐ ERUM SNILLINGAR!!

Fiorentina áttu aldrei séns. Vörnin var snilld. Neil var frábær í markinu. Eina var þetta óþarfa rauða spjald hjá Cousin. Annars var þetta snilldar leikur.

Við erum þar með komnir í úrslitin! Þetta þýðir að við setjum skoskt met. Þetta þýðir að við spilum meiri leiki í ár en nokkuð annað skoskt lið hefur gert. Og í þokkabót getum við unnið fjórfalt. Eitthvað sem að ekkert skoskt lið hefur gert. Þetta er sögulegt tímabil.

WE ARE LEGENDS!!


Annar bakvörður?

Ætla rétt að vona að þessi sé fáranlega góður. Við erum með 4 bakverði. Þá verður hann að geta spilað sem miðvörður. Vonandi er ég að misskilja þetta eitthvað og hann er í raun og veru miðvörður því við þurfum annan svoleiðis.

Bara vona að þetta sé ekki hægri bakvörður og þar með er Eboue orðinn kantmaður. Hann getur ekkert þar.

Það væri líka alveg eftir Wenger að fá bara þennan Ástrala í sumar og kalla það gott.


mbl.is Ástrali sagður á leið til Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins! (ekki grant að þakka samt)

Við erum komnir í úrslitin!! Eftir öll þessi ár þá erum við loksins búnir að brjótast í gegnum þennan undanúrslita vegg okkar. En ekki halda að það sé Grant að þakka. Enn og aftur setti hann Anelka á kantinn. Það virkar ekki! Anelka er sóknarmaður! Svo eigum við Wright-Phillips, Cole og Kalou sem eiga að spila þarna.

Þetta er allt þökk sé leikmönnunum að þakka. Auðvitað eru menn eins og Drogba, Lampard og Terry mjög mikilvægir fyrir þetta lið og eiga lof skilið. En leikmaðurinn sem ég vil hrósa er Michael Essien. Hann hefur verið einn besti leikmaður okkar síðustu árinn. Hleypur eins og skepna. Spilar allstaðar. Skorar snilldar mörk. Skoraði reyndar eitt í gærkvöldi, en það var ranglega dæmt af.

Ég er Chelsea maður. En ég bara get ekki samgleðst mínum mönnum jafn mikið og áður nú þegar svikarinn er við stjórnvölinn. Vona að Roman sjái hvernig leikmennirnir eru alltaf að slást. Við þurfum alvöru þjálfara sem kann að höndla svona pressu.

Reka GRANT!


mbl.is John Terry: Erum verðskuldað komnir í úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að yngja þetta lið, og Móri er maðurinn til að gera það

Barca eru snilldar lið á papír. En í alvörunni þá vantar alvöru löngun til að vinna leiki by any means possible. Þeir gefast bara upp ef þetta verður erfitt.

Við verðum að kaupa fullt af leikmönnum, leikmenn sem eru 'hungry for success'. Unga leikmenn eða þá leikmenn frá minni liðum sem þurfa að sanna sig.

Þetta verður erfitt verkefni svo ég held að þeir verða að ráða Mourinho til að endurskapa þetta lið. Hann hefur rétta attitude-inn. Hann kaupir ekki primadonnur. Og nú þegar það er enginn Roman þá yrði mjög gaman að horfa á Barca.

Hef ekkert á móti Rijkaard, nema hvað að hann er greinilega ekki nógu strangur við leikmennina sína. Er of góður. Sjáum til.


mbl.is Barcelona hyggst selja tíu leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá úrslita bitar ;)

 Hér er nýtt update eftir leikina á sunnudaginn og mánudaginn:

 

  • Bayern rústuðu Stuttgart 4-1. Toni, Van Bommel, Ribery x2. Við erum bara stigi frá því að vera meistarar. Þetta er in the bag.

  • Celtic náðu að kreista 3 stigum úr mínum mönnum. Þetta er nú alveg óþarfa leiðindi því nú erum við 5 stigum á eftir Celtic, og þó við eigum 3 leiki til góða þá er þetta óþarfa vesen. Þá er það the Italian Job. Come on Gers!!

  • FCK unnu loksins leik! Komust yfir eftir gott skallamark hjá Gravgaard en fóru aftur í groovið í seinni hálfleik og fengu á sig mark. En Pospech, sem átti að byrja inná, þrumaði inn sigurmarkinu á 92. mín. AaB unnu reyndar líka svo við erum ennþá 8 stigum á eftir þeim en erum þó komnir í annað sætið.

  • Fener eru líka að gera hlutina erfiða, þar sem að þeir töpuðu fyrir Gala á sunnudaginn. Þá eru þeir 3 stigum á eftir þeim. Við verðum að vinna!

  • Southampton voru að gera jafntefli við WBA. Lallana með, að ég held, sitt fyrsta mark fyrir Dýrlingana. Þetta þýðir að við erum jafnir stigum við Leicester en ennþá í fallsæti. Staðan er þá svona fyrir síðustu umferðina:

 

Blackpool 53 stig (Spila við Watford í 5. sæti)

Coventry 53 stig (Charlton 12)

Sheff Wed 52 (Norwich 16)

Leicester 51 (Stoke 2)

SAINTS 51 (Sheff Utd 9)

 

Nú er bara að vona að Sheff Utd geri Wednesday mönnum lífið leitt!

 

  • Arsenal eru að klára tímabilið í stæl. Unnu Derby 6-2: Bendtner, Van Persie, Walcott, Manu x 3. Fabianski byrjaði inná í deildinni í fyrsta sinn. Ekki nógu sáttur að hann hleypti inn 2 mörkum en er ekki búinn að sjá þau svo...

  • IFK unnu íslendingana í Norrköping 1-0 og það var Ragnar sem skoraði eina markið. Vel gert.


Vonandi að hann tekur ekki á flug alltof oft á morgun...

Það verður alveg rosalega mikil pressa á Ronaldo. Rooney verður kannski ekki með svo það verður leitað til Ronaldo til að fá sigurinn. Hann verður á stöðugum hlaupum og föllum. Við þurfum bara að halda ró okkar! Verðum bara að spila sama systemið sem við spiluðum á Camp Nou. Markið kemur. Rosalega væri það flott ef að Henry skoraði útimarkið!


mbl.is Frank Rijkaard: Pressa á Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolta update

 Ég hef því miður ekkert verið við tölvuna nýlega svo ég hef ekki getað skrifað nýjar færslur en hér er allt sem þið hafið misst af: (ég biðst afsökunar hvað þetta er langt en ég hef sett fánana til að þið getið valið hvar þið viljið lesa)

KR-ingar litu helvíti vel út eftir að hafa rústað FH í deildarbikarnum. En því miður þá voru þeir ekki nógu sterkir til þess að vinna Skagamenn. Engir bikarar í vor, það getur bara þýtt frábært sumar! Áfram KR!!

IFK eru ekki alveg nógu consistent í byrjun tímabilsins. Þeir unnu til dæmis AIK 2-0 en þeir töpuðu fyrir Ljungskile núna á föstudaginn. Þetta er ekki nógu gott hjá meisturunum. Við erum nú í 5. sæti, 7 stigum á eftir Kalmar, sem eru í 1. sæti, en eigum leik til góða. Góðu fréttirnar eru þær að við erum bara einu stigi á eftir 2. sætinu, Elfsborg, og eigum leik til góða.

Örgryte eru í 1. deildini í sumar en við ætlum okkur að komast strax aftur upp. Við erum samt ekki að byrja alveg nógu vel þar sem að við erum fyrir í 6. sæti meðn 4 stig eftir 3 leiki.

Lillestrøm eru, eins og er, í síðasta sæti eftir reyndar bara 4 leiki. En 2 stig úr fyrstu 4 leikjunum er alls ekki nógu gott ef við ætlum að blanda okkur í toppbaráttuna. Við getum huggað okkur við að Rosenborg eru bara 2 stigum fyrir ofan, og við eigum leik til góða.

Deildin í Finnlandi er ekki byrjuð ennþá en mínir menn líta vel út, eftir að hafa unnið FC Haka í vináttuleik um daginn. FC Haka var í öðru sæti í fyrra og við í 7. Svo þetta er flott og ég bíð spenntur eftir fyrsta leiknum í dag á móti IFK Mariehamn.

FCK eru enn í einhverju rugli. Eru alveg að missa af 'gull lestinni'. Dottnir út úr bikarnum, á móti Esbjerg, og geta ekki unnið í deildinni. Þeir gerðu til dæmis jafntefli við Kára Árnason og félaga í AGF sem eru í 10. sæti. Þetta allt þýðir að við erum í 4. sæti, 8 stigum á eftir AaB í fyrsta og sjö leikir eftir. Spilum við Esbjerg í dag og bara verðum að vinna.


Rangers berjast enn áfram í öllu. Alveg ótrúleg helvíti. Erum komnir í úrslitin í bikarnum, þar sem við mætum Queen of the South., 1. deildar lið. Við erum reyndar í öðru sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Celtic, en við eigum 3 leiki til góða. Í dag er kannski úrslita leikurinn í deildinni. Celtic-Rangers. Ef að Rangers ná að kreista 3 stig úr Celtic í dag þá eru þeir stigi á undan með þrjá leiki til góða. Þá ætti þetta að vera búið. Ef það verður jafntefli, þá þurfa Rangers aðeins að vinna fyrir þessu en þeir ættu nú samt að geta það. En ef að Celtic vinnur í dag þá eru þeir 5 stigum á undan með. Þá gæti þetta orðið erftitt en samt í okkar höndum. Svo gerðu þeir jafntefli við Fiorentina á Ibrox núna um daginn. Fiorentina voru kannski meira með boltann en voru ekki jafn hættulegir og ég hélt að þeir yrðu. Við eigum séns!

Rétt í þessu voru Celtic að vinna Rangers. Þetta þýðir að við verðum að step it up núna. 6 leikir eftir.


Mikið um að vera á Englandi. Byrjum á Arsenal. Engir bikarar í ár. Ömurlegt eftir að hafa verið með 5 stiga forskot á toppnum. Ætlum samt að enda þetta vel. Tókum Reading í gegn með þessum æðislega fótbolta okkar. 2-0, Gilberto og Manu. Ekki vissi ég að Gilberto gæti skorað svona lengur. Svo er Lehmann greinilega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Arsenal. Fabianski hefur verið lofað að fá að spila síðustu þrjá leikina á tímabilinu, á móti Derby, Everton og Sunderland. Gott test fyrir kallinn. Verður örugglega varamarkmaðurinn okkar á næsta ári.

Chelsea geta klárað frábæra 7 daga með því að halda hreinu á móti púlurum á miðvikudaginn og þar með komast loksins í CL úrslitin. Ekki Grant að þakka samt. Vonandi fer hann mjöööög fljótlega. Ballack-Drogba atvikið hefði aldrei átt sér stað hjá Móra.

Og Southampton eru í djúpum skít. Sheff Wed vann Leicester í gær sem þýðir að við erum í fallsæti. Við eigum samt leik til góða á móti WBA á mánudaginn. Við þurfum virkilega að grafa djúpt til þess að vinna þann leik. Ef við vinnum hann þá höfum við framtíð okkar í okkar höndum. Allt annað þýðir að við þurfum að treysta á önnur lið. Ekki gott.


Ajax misstu að gullinu aftur. Við unnum en PSV gerðu það líka svo við enduðum í öðru sæti. Eða nei það er ekki einu sinni víst. Við þurfum núna að fara í play-off við liðin í 3-5 sæti. Við mætum Herenveen um næstu helgi um sæti í úrslitinum við annað hvort NAC Breda eða FC Twente. Sem betur fer eru hvorki Alkmaar eða Feyenoord þarna. Við höfum reyndar alltaf unnið þetta play-off, einu sinn á móti FC Groningen og í fyrra á móti Alkmaar. Verðum að komast í CL ef við ætlum að halda stjörnunum okkar. Og talandi um þær, þá seldum við Heitinga til Atl. Madrid fyrir umþb £8m. Vörnin var hundléleg í ár svo við þurfum núna að kaupa nokkra varnamenn í sumar.


Þegar 2 leikir eru eftir þá eru Lokeren í 13. sæti, af 18. Við getum ekki fallið núna svo það er bara að klára þetta með stæl. Verðum að fara að komast aðeins hærra upp á næsta ári.


Bayern eru enn í miklu stuði. Þurfa bara 2 sigra til að tryggja sér titilinn aftur. Unnu líka bikarinn núna í vikunni, 2-1 á móti Dortmund. Verð að segja að Dortmund voru helvíti pirrandi í leiknum á áttu alveg skilið að fá að berjast um þetta. Ekki alveg sáttur samt við 1-1 jafnteflið við Zenit í UEFA Cup. Vildi helst að við héldum hreinu heima. Rússneskir heimavellir eru svo helvíti pirrandi. Þeir eru í augnablikinu að gera 1-1 jafntefli á móti Stuttgart. Og hver haldiði að hafi skorað fyrir okkur?


PSG bæði féllu næstum og björguðu sér næstum í síðastliðni viku. Þeir töpuðu 3-0 fyrir Caen og þar með hélt ég að þeir voru fallnir. Stjórnarformaðurinn hætti og allt leit út fyrir að deildarbikarmeistararnir væru að falla. En alldeilis ekki. Í miðri viku unnu við Carquefou í bikarnum til að komast í undanúrslitin á móti Sedan. Hinn leikurinn er Amiens-Lyon. Svo núna í gær tókum við okkur saman í andlitinu og rústuðum Auxerre 3-1. Erum núna í 18. sæti jafnir stigum með Lens og Toulouse.


Barcelona...hvað get ég sagt? Gengur mjög vel í CL en ekkert er að ganga hjá okkur í deildinni. Það þarf eitthvað að hrista upp í þessu liði. Yngja það smáveigis.


FC Porto eru búnir að vinna deildina. Og í þokkabót þá komust þeir í bikarúrslitin og við mætum þá Sporting. Þeir eru 20 stigum á undan Guimarães í öðru sæti, þegar 3 leikir eru eftir. Snillingar!


Rétt í þessu voru Inter að vinna Cagliari 2-1 sem þýðir að þeir geta unnið titilinn ef þeir vinna AC Milan um næstu helgi. Helvíti væri það flott! Roma eru 6 stigum á eftir okkur þegar þrír leikir eru eftir.

Og Juve unnu líka sinn leik, og með stæl! 5-2 á móti Lazio. Þar með trygðu mínir menn sér þáttöku í CL á næsta ári. Þvílíkt comeback! Fyrir ári síðan voru við að spila við Rimini, Bari og svoleiðis. Núna erum komnir aftur og erum að vinna AC Milan. Hérna eigum við að vera!


Dinamo byrja 85. afmælis árið sitt vel. Við töpuðum reyndar fyrir Rubin á föstudaginn en eftir 7 leiki þá erum við í 2. sæti, 7 stigum á eftir Rubin. Við ætlum okkur greinilega að komast hærra en 6. sætið í fyrra.


Því miður náum við í Levski ekki að verja titilinn í ár. CSKA er 10 stigum á undan okkur þegar 2 leikir eru eftir. Við erum samt ekkert að gefast upp. Tókum Pirin 4-0 á föstudaginn og ætlum að taka Chernomorets í gegn núna á miðvikudaginn. Förum út með stæl! Samo Levski!


Svo síðast en alls ekki síðst, eru Fener. Við duttum, eins og kunnugt er, út úr CL á móti Chelsea. En við létum það ekkert á okkur hafa og unnum Denizlispor 4-1 til að halda okkur í titilvörnini. Við eigum mjög erfiðan leik á móti Galatasaray í dag sem við verðum að vinna af því að við erum jafnir á stigum á toppnum. Spennandi!


Jæja þetta var allt of sumt. Skal reyna að halda mig við efnið í framtíðinni svo ég þurfi ekki að skrifa svona ritgerð aftur.


Næsta síða »

Um bloggið

Allt um alvöru fótbolta

Höfundur

Dennis Wise
Dennis Wise
Elska fótbolta!!

Spurt er

Með hvaða liði heldur þú með?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pcsaints
  • ...fussball
  • it_splash880
  • desktop solologo
  • 94471

Tónlistarspilari

Glasgow Rangers - Stand up (for the champions)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband