Fótbolta update

 Ég hef því miður ekkert verið við tölvuna nýlega svo ég hef ekki getað skrifað nýjar færslur en hér er allt sem þið hafið misst af: (ég biðst afsökunar hvað þetta er langt en ég hef sett fánana til að þið getið valið hvar þið viljið lesa)

KR-ingar litu helvíti vel út eftir að hafa rústað FH í deildarbikarnum. En því miður þá voru þeir ekki nógu sterkir til þess að vinna Skagamenn. Engir bikarar í vor, það getur bara þýtt frábært sumar! Áfram KR!!

IFK eru ekki alveg nógu consistent í byrjun tímabilsins. Þeir unnu til dæmis AIK 2-0 en þeir töpuðu fyrir Ljungskile núna á föstudaginn. Þetta er ekki nógu gott hjá meisturunum. Við erum nú í 5. sæti, 7 stigum á eftir Kalmar, sem eru í 1. sæti, en eigum leik til góða. Góðu fréttirnar eru þær að við erum bara einu stigi á eftir 2. sætinu, Elfsborg, og eigum leik til góða.

Örgryte eru í 1. deildini í sumar en við ætlum okkur að komast strax aftur upp. Við erum samt ekki að byrja alveg nógu vel þar sem að við erum fyrir í 6. sæti meðn 4 stig eftir 3 leiki.

Lillestrøm eru, eins og er, í síðasta sæti eftir reyndar bara 4 leiki. En 2 stig úr fyrstu 4 leikjunum er alls ekki nógu gott ef við ætlum að blanda okkur í toppbaráttuna. Við getum huggað okkur við að Rosenborg eru bara 2 stigum fyrir ofan, og við eigum leik til góða.

Deildin í Finnlandi er ekki byrjuð ennþá en mínir menn líta vel út, eftir að hafa unnið FC Haka í vináttuleik um daginn. FC Haka var í öðru sæti í fyrra og við í 7. Svo þetta er flott og ég bíð spenntur eftir fyrsta leiknum í dag á móti IFK Mariehamn.

FCK eru enn í einhverju rugli. Eru alveg að missa af 'gull lestinni'. Dottnir út úr bikarnum, á móti Esbjerg, og geta ekki unnið í deildinni. Þeir gerðu til dæmis jafntefli við Kára Árnason og félaga í AGF sem eru í 10. sæti. Þetta allt þýðir að við erum í 4. sæti, 8 stigum á eftir AaB í fyrsta og sjö leikir eftir. Spilum við Esbjerg í dag og bara verðum að vinna.


Rangers berjast enn áfram í öllu. Alveg ótrúleg helvíti. Erum komnir í úrslitin í bikarnum, þar sem við mætum Queen of the South., 1. deildar lið. Við erum reyndar í öðru sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Celtic, en við eigum 3 leiki til góða. Í dag er kannski úrslita leikurinn í deildinni. Celtic-Rangers. Ef að Rangers ná að kreista 3 stig úr Celtic í dag þá eru þeir stigi á undan með þrjá leiki til góða. Þá ætti þetta að vera búið. Ef það verður jafntefli, þá þurfa Rangers aðeins að vinna fyrir þessu en þeir ættu nú samt að geta það. En ef að Celtic vinnur í dag þá eru þeir 5 stigum á undan með. Þá gæti þetta orðið erftitt en samt í okkar höndum. Svo gerðu þeir jafntefli við Fiorentina á Ibrox núna um daginn. Fiorentina voru kannski meira með boltann en voru ekki jafn hættulegir og ég hélt að þeir yrðu. Við eigum séns!

Rétt í þessu voru Celtic að vinna Rangers. Þetta þýðir að við verðum að step it up núna. 6 leikir eftir.


Mikið um að vera á Englandi. Byrjum á Arsenal. Engir bikarar í ár. Ömurlegt eftir að hafa verið með 5 stiga forskot á toppnum. Ætlum samt að enda þetta vel. Tókum Reading í gegn með þessum æðislega fótbolta okkar. 2-0, Gilberto og Manu. Ekki vissi ég að Gilberto gæti skorað svona lengur. Svo er Lehmann greinilega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Arsenal. Fabianski hefur verið lofað að fá að spila síðustu þrjá leikina á tímabilinu, á móti Derby, Everton og Sunderland. Gott test fyrir kallinn. Verður örugglega varamarkmaðurinn okkar á næsta ári.

Chelsea geta klárað frábæra 7 daga með því að halda hreinu á móti púlurum á miðvikudaginn og þar með komast loksins í CL úrslitin. Ekki Grant að þakka samt. Vonandi fer hann mjöööög fljótlega. Ballack-Drogba atvikið hefði aldrei átt sér stað hjá Móra.

Og Southampton eru í djúpum skít. Sheff Wed vann Leicester í gær sem þýðir að við erum í fallsæti. Við eigum samt leik til góða á móti WBA á mánudaginn. Við þurfum virkilega að grafa djúpt til þess að vinna þann leik. Ef við vinnum hann þá höfum við framtíð okkar í okkar höndum. Allt annað þýðir að við þurfum að treysta á önnur lið. Ekki gott.


Ajax misstu að gullinu aftur. Við unnum en PSV gerðu það líka svo við enduðum í öðru sæti. Eða nei það er ekki einu sinni víst. Við þurfum núna að fara í play-off við liðin í 3-5 sæti. Við mætum Herenveen um næstu helgi um sæti í úrslitinum við annað hvort NAC Breda eða FC Twente. Sem betur fer eru hvorki Alkmaar eða Feyenoord þarna. Við höfum reyndar alltaf unnið þetta play-off, einu sinn á móti FC Groningen og í fyrra á móti Alkmaar. Verðum að komast í CL ef við ætlum að halda stjörnunum okkar. Og talandi um þær, þá seldum við Heitinga til Atl. Madrid fyrir umþb £8m. Vörnin var hundléleg í ár svo við þurfum núna að kaupa nokkra varnamenn í sumar.


Þegar 2 leikir eru eftir þá eru Lokeren í 13. sæti, af 18. Við getum ekki fallið núna svo það er bara að klára þetta með stæl. Verðum að fara að komast aðeins hærra upp á næsta ári.


Bayern eru enn í miklu stuði. Þurfa bara 2 sigra til að tryggja sér titilinn aftur. Unnu líka bikarinn núna í vikunni, 2-1 á móti Dortmund. Verð að segja að Dortmund voru helvíti pirrandi í leiknum á áttu alveg skilið að fá að berjast um þetta. Ekki alveg sáttur samt við 1-1 jafnteflið við Zenit í UEFA Cup. Vildi helst að við héldum hreinu heima. Rússneskir heimavellir eru svo helvíti pirrandi. Þeir eru í augnablikinu að gera 1-1 jafntefli á móti Stuttgart. Og hver haldiði að hafi skorað fyrir okkur?


PSG bæði féllu næstum og björguðu sér næstum í síðastliðni viku. Þeir töpuðu 3-0 fyrir Caen og þar með hélt ég að þeir voru fallnir. Stjórnarformaðurinn hætti og allt leit út fyrir að deildarbikarmeistararnir væru að falla. En alldeilis ekki. Í miðri viku unnu við Carquefou í bikarnum til að komast í undanúrslitin á móti Sedan. Hinn leikurinn er Amiens-Lyon. Svo núna í gær tókum við okkur saman í andlitinu og rústuðum Auxerre 3-1. Erum núna í 18. sæti jafnir stigum með Lens og Toulouse.


Barcelona...hvað get ég sagt? Gengur mjög vel í CL en ekkert er að ganga hjá okkur í deildinni. Það þarf eitthvað að hrista upp í þessu liði. Yngja það smáveigis.


FC Porto eru búnir að vinna deildina. Og í þokkabót þá komust þeir í bikarúrslitin og við mætum þá Sporting. Þeir eru 20 stigum á undan Guimarães í öðru sæti, þegar 3 leikir eru eftir. Snillingar!


Rétt í þessu voru Inter að vinna Cagliari 2-1 sem þýðir að þeir geta unnið titilinn ef þeir vinna AC Milan um næstu helgi. Helvíti væri það flott! Roma eru 6 stigum á eftir okkur þegar þrír leikir eru eftir.

Og Juve unnu líka sinn leik, og með stæl! 5-2 á móti Lazio. Þar með trygðu mínir menn sér þáttöku í CL á næsta ári. Þvílíkt comeback! Fyrir ári síðan voru við að spila við Rimini, Bari og svoleiðis. Núna erum komnir aftur og erum að vinna AC Milan. Hérna eigum við að vera!


Dinamo byrja 85. afmælis árið sitt vel. Við töpuðum reyndar fyrir Rubin á föstudaginn en eftir 7 leiki þá erum við í 2. sæti, 7 stigum á eftir Rubin. Við ætlum okkur greinilega að komast hærra en 6. sætið í fyrra.


Því miður náum við í Levski ekki að verja titilinn í ár. CSKA er 10 stigum á undan okkur þegar 2 leikir eru eftir. Við erum samt ekkert að gefast upp. Tókum Pirin 4-0 á föstudaginn og ætlum að taka Chernomorets í gegn núna á miðvikudaginn. Förum út með stæl! Samo Levski!


Svo síðast en alls ekki síðst, eru Fener. Við duttum, eins og kunnugt er, út úr CL á móti Chelsea. En við létum það ekkert á okkur hafa og unnum Denizlispor 4-1 til að halda okkur í titilvörnini. Við eigum mjög erfiðan leik á móti Galatasaray í dag sem við verðum að vinna af því að við erum jafnir á stigum á toppnum. Spennandi!


Jæja þetta var allt of sumt. Skal reyna að halda mig við efnið í framtíðinni svo ég þurfi ekki að skrifa svona ritgerð aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Allt um alvöru fótbolta

Höfundur

Dennis Wise
Dennis Wise
Elska fótbolta!!

Spurt er

Með hvaða liði heldur þú með?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • pcsaints
  • ...fussball
  • it_splash880
  • desktop solologo
  • 94471

Tónlistarspilari

Glasgow Rangers - Stand up (for the champions)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband