Færsluflokkur: Íþróttir

Hættiði að væla

Í fyrsta lagi ætti Ronaldo ekki að fá neitt dæmt sér í hag lengur. Ég hefði haldið að dómararnir hefðu séð það. Horfið á hann á móti Roma. Man ekki hvaða Roma maður það var, en hann setti fótinn út en klárlega dró hann aftur þegar hann náði ekki í boltann. Ronaldo flaug á hausinn, alveg sannfærður um að Roma maðurinn hefði brotið á honum fótinn. Var samt ekki lengi að drulla sér á fætur til að væla í dómaranum. Hversu oft hafið þið séð hann svona:

Og til að svara Queiroz, þá ætti hann bara að muna eftir leiknum á móti Arsenal þegar Arsenal voru loksins sigraðir, eftir 49 leiki án taps. Þá gerði Sol Campbell, að ég held, það sama og Roma maðurinn en við Rooney. Hann flaug á hausinn, ekki með jafn miklum drama og Ronaldo, en fékk samt dæmt víti. 1-0 og beginning of the end. Arsenal sóttu eins og þeir gátu en fengu svo á sig annað mark.

Svo er ég ekki viss um að maður sæi einhvern mun á Ronaldo hvort sem maður sparkaði í áttina að honum eða skyti hann. LoL


mbl.is Carlos Queiroz: Þarf kannski að skjóta einn okkar niður í teignum til að fá vítaspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ajax í eltingaleik

Verð að minnast á þetta. psv gerðu jafntefli við Twente sem þýðir að ef að vitesse nær að vinna psv um næstu helgi þá er það tækifæri til að stela titilnum frá psv eins og þeir stálu honum frá okkur (ajax) í fyrra. Við eigum eftir Groningen og Heracles.

Vonum það besta. Ef við vinnum ekki deildina þá þurfum við að fara í gegnum þetta umspil. Algjört rugl (nema þegar við lentum í 5 sæti fyrir 2 árum og unnum umspilið). Verðum að vera meistarar og í CL ef við ætlum að halda Huntelaar og co.

Klaas-Jan Huntelaar Ajax striker


Gamlir Man U menn aftur á ferð

Jæja þá er þetta búið. Man U búnir að tryggja sér dolluna. Og nú er það gamall Man Utd sem er að leika sér að mínum liðum.

Fyrir þremur árum síðan þá mættu Man Utd West Brom. West Brom voru þá í fall baráttuni og Man U áttu ennþá möguleika að ná Chelsea á toppnum. En hann Bryan Robson var þá við stjórnvölin hjá WBA. Gamall Man U maður. Ferguson ákvað að stilla upp algjöru varaliði. Tapaði leiknum og dolluni. Ferguson mætti svo Southampton í síðasta leik tímabilsins. Southampton þurfti sigur eða jafntefli. Ferguson stillti upp sínu lang besta liði. Mínir menn komust í 1-0 en eins og vörnin þeirra var þá, gat það ekki endað svoleiðis. Þeir töpuðu 2-1. Þeir féllu. Hverjir forðuðust fallið haldið þið?

Núna er Bruce að berjast fyrir lífi sínu í deildini svo auðvitað á hann að reyna að ná stigi af Chelsea. En fylgist þið með Wigan-Man U. Ég er að vona að Wigan berjist. Ef ekki, þá vitið þið af hverju...

En þetta er allt í lagi. Vildi ekki að Grant ynni neitt hvort sem var. Vonandi vinnur kallinn ekki neitt og verður rekinn. Og það strax í gær!


mbl.is Wigan jafnaði í uppbótartíma á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi að þetta þýði eitthvað...

Man í fyrra þegar við vorum æðislegir í einhverjum bikar. Ætluðum að taka deildina með trompi. Vonandi gerum við það núna. Guðjón Baldvins lítur alveg helvíti vel út fyrir sumarið. Frábær kaup.

Það er auðvitað hægt að segja að þetta var bara deildarbikarleikur, og bla bla bla, en þetta var KR-FH. 11 á móti 11 leikmönnum. Og við unnum.  

Nú er komið að því að vinna deildina aftur. Við tókum okkur smá frí, og á meðan hafa næstum allir unnið titilinn. Valsarar og Hafnfirðingar. Fussum svei!

Tökum þetta í ár KR-ingar!


mbl.is KR-ingar lögðu FH-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétta yfirlit

Jæja þá er helgin búin. Hér eru nokkrar fréttir frá bestu liðum heims frá því í dag.

Fener náðu því miður bara jafntefli í tyrknesku deildinni í dag við Ankaraspor 2-2. Alex og Vederson með mörkin þar. Afmælisbarnið Kezman (29) klúðraði víti þegar staðan var 2-1 fyrir mínum mönnum. Zico sagði eftir leikinn að hann vildi að Alex tæki vítið en vildi ekki 'særa' serban. Hvers konar afsökun er það eiginlega? Koma svo Fener.

Rangers komust í sín önnur undanúrslit á viku þegar þeir unnu Patrick Thistle í skoska bikarnum 2-0 með mörkum frá Novo og Burke. Þar með eru þeir:

  1. 4 stigum á undan Celtic í deildinni með leik til góða
  2. Deildarbikarmeistarar
  3. Í undanúrslitinum í bikarnum (mæta St.Johnstone (1. deild) og í úrslitunum bíða Queen of South (1. deild)
  4. Í undanúrslitinum í UEFA Cup (mæta Fiorentina)

Inter unnu Fiorentina 2-0. Cambiasson og Balotelli skoruðu þar á bæ. Balotelli heldur áfram að skora eftir að hafa fengið sénsinn sem hann bað um. Þar með eru þeir ennþá 4 stigum á undan Roma. Svo koma Juve sem unnu Milan 3-2. Salihamidzic með tvö og kóngurinn Del Piero með 1. Milan eru að fara í UEFA CUP!!

Og Bayern léku sér að Dortmund. Man þegar þeir gátu eitthvað LoL 5-0!! Poldi, Toni x 2, Ottl og Ze Roberto. Toni með 31 mörk í öllum keppnum núna. Bayern eru snillingar.

Er að verða þreyttur svo ég biðst afsökunar en restin verður að fá stutt umtal:

  • Gautaborg með 4-0 á móti Norrköping
  • Porto tók V.Setubal 2-1. ósigrandi!
  • barca með 2-2! á móti recre. rugl svo ég ætla ekki að tala meira um það. en 1-1 markið var ekki mark. boltinn fór ekki yfir línuna. flott hjá eto'o með 2 mörk
  • psg ennþá í ruglinu með 3-2 tap á móti nice að ég held. er að verða líklegra og líklegra að þeir falla! meira ruglið með svona ótrúlega gott lið
  • lillestrom með tap á móti valerenga 0-3
  • fck gerði jafntefli á móti ob. eitthvað mikið að þar á bæ. skil ekkert í því 0-0
  • dinamo héldu áfram góða startinu með sigri á spartak moskvu 3-2

ég held það séu ekki fleiri. örruglega búinn að gleyma fullt. nýtt update á morgun. chelsea wigan og kr fh!


Næstum búnir að forðast fallið

Mínir menn í Southampton voru rétt í þessu að gera 1-1 jafntefli við Charlton Athletic. Charlton eru, eins og margir vita, nýfallnir og eru á réttri leið að komast beint upp aftur, og eru að berjast um sæti í umspilinu. Við dýrlingarnir erum því miður í vitlausum enda deildarinnar, en þetta season tellst nú varla með þá, er það nokkuð? Wink

Erum þá í 19. sæti af 24 liðum. Síðustu 3 falla. Colchester voru þegar fallnir og Scunthorpe féllu núna í dag svo það er bara eitt sæti í viðbót. Staðan í kringum okkur er svona:

16. Norwich     -8     52

17. Barnsley   -10    52

18. Blackpool  -3      50

19. SAINTS     -16    50

20. Coventry  -13    49

21. Leicester  -2      48

22. Sheff Wed -5     48

Í öðrum fréttum þá unnu Queen of South óvænt á móti Aberdeen í undanúrslitum Skoska bikarsins í dag. Þetta þýðir að ef að Rangers vinna Patrick Thistle í 8-liða úrslitunum á morgun þá er þetta voða gott útlit fyrir síðustu 2 leikina í keppnini. Og þetta voru ekki mistök með 8-liða úrslitin. Rangers eru svona langt á eftir út af öllum þessum leikjum sínum.

PS. Þriðji markahæsti leikmaðurinn í Championship er enginn annar en Southampton maðurinn Stern John, sem skoraði í dag 18. markið sitt í ár. Og þess er gaman að geta að þessir tveir leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk en John eru Kevin Phillips (22 mörk) og James Beatties (21), gamalt sóknarpar hjá okkur Dýrlingum áður en við þurftum að selja þá þegar við féllum.

 Stern John er lengst til vinstri

 Beattie vinstri, Phillips hægri


Það má ekki líta af mínum mönnum....

Frábær leikur um daginn: Getafe-Bayern München. Danirnir voru allir að springa úr stolti að Laudrup væri búinn að vinna UEFA Cup. Æðislegt að vinna þá svona!!

En liðið sem ég vil að vinni eru Rangers. Þeir rústuðu Sporting 2-0, eins og ég spáði. Svo nú er það:

Bayern - Zenit

Rangers - Fiorentina

Rangers byrja heima. Höfum ekki sleppt inn marki í UEFA Cup á Ibrox í ár. Hef ekki áhyggjur af Bayern eftir þennan leik. Þvílíkur karakter!!

Og svo unnu Barca og Djöflarnir. Þótt ég sé Chelsea maður þá get ég ekki hugsað mér neitt verra en að Grant vinni CL. Barca eiga að taka þetta.

Sigurvegarar CL og UEFA Cup!!


Heppni sigraði gæði

Liverpool sló út Arsenal með einungis heppni. Það átti að dæma víti í fyrsta leiknum þegar Hleb var dreginn niður í teignum af Kuyt. Leikurinn endaði 1-1. Arsenal byrjuðu leikinn í kvöld með látum og rústuðu púlurum í einu og öllu fyrsta hálftíman og komust í 1-0 og hefðu átt að komast í 2-0. En kemur ekki 'Finninn Fljúgandi' og jafnar úr horni. Púlar komast svo yfir eftir ömurlegan varnarleik hjá Senderos. Svo kemur æðislegt mark hjá arsenal. Walcott sólar 4-5 menn og gefur svo snilldar sendingu inn í Adebayor sem á ekki í erfiðleikum með að klára dæmið og koma mínum mönnum í 2-2. Svo kemur heppni nr.2 hjá púlurum. Babel, svikarahrappurinn, er togaður eilítið í langt utan fyrir teiginn en hann klöngrast inn í hann og fær víti. Ger-njeh-rard skorar. Besta liðið í CL er dottið út.

Hinn harmleikurinn er að Chelsea komust áfram. Ég held með Chelsea, eins og þið getið lesið um mig, en ég hata Avram Grant. Þetta ísraelska helvíti stal starfinu hans Móra og mun ekki styðja Chelsea af jafn miklum huga á meðan hann er ennþá þarna. Ég er líka Fener maður og var í skýjunum þegar við tókum Grant í Tyrklandi. Ég var að vona að Fener tæki þetta. Því miður eru Chelsea of góðir heima, eitthvað sem að Grant hefur enn ekki tekist að eyðileggja.

Takk fyrir góða framistöðu í ár strákar. Sjáumst mjög bráðlega!!


TRIturador!!!

FC Porto eru meistarar!!! Hvorki Benfica né Sporting (sem Rangers munu slá út úr UEFA Cup eftir viku) gátu gert nokkurn skapaðan hlut! Þriðji titillinn kominn í hús fyrir Drekana mína!! Koma svo taka CL aftur á næsta ári!!


Barca!!!!!!!!!! Hvað eru þið að hugsa??!!

Tapa fyrir Getafe!!! 4-0!!! Hættu nú alveg. Ef þeir vinna deildina þá verða þeir að teljast heppnir. Jæja 5 leikir eftir í Spáni... Áfram Barca!!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Allt um alvöru fótbolta

Höfundur

Dennis Wise
Dennis Wise
Elska fótbolta!!

Spurt er

Með hvaða liði heldur þú með?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • pcsaints
  • ...fussball
  • it_splash880
  • desktop solologo
  • 94471

Tónlistarspilari

Glasgow Rangers - Stand up (for the champions)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband